Fjallað um Göngusumarið 2017 í Gerðubergi

                Lífsstílskaffi | Göngusumarið 2017

Lífsstílskaffi | Göngusumarið 2017

Lífsstílskaffi | Göngusumarið 2017

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 5. apríl kl. 20 

Á síðasta lífsstílskaffi vorsins verður hinn þaulvani göngugarpur Einar Skúlason með hugleiðingar og spjall um útbúnað, líkamlegt form og allar fjölbreyttu gönguleiðirnar í og við Reykjavík.

Einar Skúlason er með B.A.-gráðu í stjórnmálafræði og MBA-gráðu. Hann stofnaði gönguhópinn Vesen og vergang árið 2011, hefur skrifað tvær bækur um gönguleiðir og starfrækir gönguappið Wapp – Walking app með gönguleiðum um allt land.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

 

Ritstjórn mars 30, 2017 14:03