Fornleifarannsóknir á Reykjavíkursvæðinu – fyrirlestur hjá U3A

Þriðjudaginn 10. október í Hæðargarði 31 kl. 17:15

Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við H.Í.

flytur erindi sem hann nefnir

Og síðan gerðist ekki neitt

Í erindinu fjallar Orri um fornleifar í Reykjavík frá elleftu öld til þeirrar átjándu. .Þegar rætt er um fornleifar í Reykjavík er áherslan yfirleitt á leifar frá elstu tíð í Kvosinni en minni á aldirnar eftir víkingaöld eða svæðið í kring. Þó hafa víða verið gerðar fornleifarannsóknir á Reykjavíkursvæðinu sem varpa ljósi á byggðasögu þess frá lokum víkingaaldar og þar til þéttbýli tók að myndast á 18. öld. Í erindinu verður sagt frá helstu rannsóknum sem varða sögu þessa tímabils og reynt að draga saman hvað er vitað og hvaða spurningum er enn ósvarað.

Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur stjórnað fjölda fornleifarannsókna víða um land og ritað um landnám, íslenskt samfélag á víkingaöld, um byggðaþróun og kirkjusögu.

Þetta er framhald námskeiðsins frá því í vor sem leið: Reykjavík – byggð í þróun.

Allir eru velkomnir, en nauðsynlegt er að skrá sig. SKRÁ MIG HÉR.

Aðgangur er kr. 500 og greiðist í reiðufé við innganginn.

 

SKOÐIÐ SVO ENDILEGA DAGSKRÁ HAUSTSINS Á VIÐBURÐADAGATALINU OKKAR HÉR

Ritstjórn október 6, 2017 11:41