Frá örbirgð til allsnægta

 Frá örbirgð til allsnægta er fastasýning Sjóminjasafnsins og lýsir þeim miklu breytingum sem áttu sér stað um og eftir aldamótin 1900 í fiskveiðum Íslendinga og vinnslu aflans Sagt er frá árabátaútgerð landsmanna og þar er hægt að sjá árabátinn Farsæl, sem er fjögurra manna far og smíðaður skömmu eftir 1900. Tómthúslífinu og skreiðarverkun fyrri tíma eru gerð skil á lifandi hátt. Frá landnámi hafa fiskveiðar verið Íslendingum mikilvægar og fiskafurðir verðmæt útflutningasvara. Allt fram á seinni hluta 19. aldar stunduðu landsmenn fiskveiðar nánast eingöngu á árabátum og þá aðallega á minni bátum. Sýningin endar í lok desember 2017. Sýningin er opin daglega frá 10 til 17 í húsi Sjóminjasafnsins Grandagarði 8.

Ritstjórn ágúst 29, 2017 14:54