Fundur í dag með ráðherra um frítekjumarkið umdeilda

FRÍTEKJUMARKIÐ!
Almennur upplýsingafundur um frítekjumarkið umdeilda verður haldinn af Félagi eldri borgara & Gráa hernum að Stangarhyl 4, mánudaginn næsta, 11. september kl. 17:00 – 18:45

Dagskrá:
* Ellert B. Schram, formaður FEB, opnar fundinn.
Framsögumenn:
* Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur,
ræðir um ákjósanleg samfélagsleg áhrif af afnámi skerðinga í lífeyriskerfinu.
* Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra,
ræðir um ellilífeyrishluta almannatrygginga.
* Kári Jónasson, fyrrum fréttamaður, spyr framsögumenn út úr.
* Fyrirspurnir frá fundarmönnum.
Fundarstjóri: Erna Indriðadóttir, varaformaður FEB.

Hvetjum alla til að mæta sem vettlingi geta valdið!

Ritstjórn september 11, 2017 12:59