Fundur um atvinnumöguleika fólks 50+

Kæru félagar og áhugafólk um U3A. Nú er komið að þriðja spjallkaffi vorsins á Grand hóteli við Sigtún, þriðjudaginn 28. mars kl. 17:15

Spjallkaffi um vinnumarkaðinn og atvinnumöguleika fólks 50+

Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri Hagvangs spjallar við okkur um vinnumarkaðinn  og atvinnumöguleika fólks 50+. Katrín hefur fylgst með vinnumarkaðnum á Íslandi um áratugaskeið, en hún hefur starfað hjá Hagvangi frá því um 1980 lengst af sem eigandi og framkvæmdastjóri. Þá sat hún í stjórn FKA Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil.

Aðgangur kr. 1000 fyrir félagsmenn en 1500 fyrir aðra, kaffi og meðlæti dagsins innifalið.Allir velkomnir en skráning er nauðsynleg SKRÁ MIG HÉR. 

Ritstjórn mars 23, 2017 10:26