Fyrirlestur um Guðrúnu Lárusdóttur þingkonu

Merkir Íslendingar er fyrirlestraröð á vegum U3A , sem fjallar um fimm fyrstu konurnar sem sátu á Alþingi. Fyrsti fyrirlesturinn var um Ingibjörgu H. Bjarnason fyrsta þingmanninn úr röðum kvenna en á þriðjudaginn 27.október  verður fjallað um Guðrúnu Lárusdóttur rithöfund og alþingismann. Fyrirlesturinn er í Hæðargarði 31, hann hefst klukkan 17:15.

Guðrún Lárusdóttir rithöfundur og alþingismaður fæddist árið 1880.

Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur segir okkur frá lífi og starfi Guðrúnar sem var húsmóðir í Reykjavík og eignaðist 10 börn með manni sínum Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni cand theol., stofnanda elliheimilisins Grundar.

Auk ritstarfa og þingmennsku tók hún virkan þátt í ýmsum félagsmálastörfum þess tíma var m.a. fátækrafulltrúi í Reykjavík 1930-1938, sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912-1918, var formaður KFUK og formaður Húsmæðrafélags Reykjavíkur.

Hún drukknaði í Tungufljóti í bílslysi árið 1938 ásamt tveim dætrum sínum; Guðrúnu Valgerði, 22 ára, sem var nýgift og barnshafandi og Sigrúnu Kristínu sem var 17 ára menntaskólanemi.

Að lokinni umfjöllun Eyrúnar munu systurnar Guðrún Lára Ásgeirsdóttir og Sigrún Valgerður Ásgeirsdóttir segja okkur frá ömmu sinni Guðrúnu Lárusdóttur.

 

 Allir velkomnir!   Aðgangseyrir kr. 500 

 

 

Ritstjórn október 22, 2015 16:08