Fyrirlestur um pólsk kvennatímarit

Miðvikudaginn 8. febrúar heldur Małgorzata Dajnowicz opinberan fyrirlestur sem hún nefnir „Pólsk kvennatímarit á tuttugustu öld“, í stofu 131 í Öskju – náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 12.00-13.00.

Małgorzata Dajnowicz er prófessor við svið sögulegrar félagsfræði og forseti deildar félags- og stjórnmálahreyfinga við Háskólann í Białystok í Póllandi. Þá er hún forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvennafræðum við skólann. Rannsóknir hennar snúa að sögu pólskra kvenna, áhrifum kvenrithöfunda á kynjajafnrétti og sögu yfirstéttar í stjórnmálum á nítjándu og tuttugustu öld.

Í fyrirlestrinum fjallar Dajnowicz um mest lesnu kvennatímaritin sem gefin voru út í Póllandi á árunum 1945-1989, eins og Kona og líf (Kobieta i Życie). Tímaritin voru víðlesin og markhópurinn menntakonur sem bjuggu í borgum. Þegar útgáfa tímaritanna hófst, í lok fjórða áratugarins og í upphafi þess fimmta, boðuðu þau kommúníska hugmyndafræði. Á áttunda áratugnum aðlöguðust pólsku tímaritin breytingum á kynhlutverkum kvenna og fyrirmyndirnar sem þau birtu leituðust við að standa jafnfætis karlmönnum á ýmsum sviðum samfélagsins.

Þessar breytingar opnuðu á nýjar leiðir við að skilgreina kynhlutverk og höfðu mikil áhrif á þær kvenímyndir sem settar eru fram í tímaritum sem markaðssett eru fyrir konur sérstaklega. Á sama tíma jókst einnig umfjöllun um stjórnmál og félagsleg málefni í tímaritunum. Á kommúnistatímanum voru fjölmiðlar peð í höndum ríkisstjórnarinnar og tilgangur fjölmiðlaumfjöllunar var að breiða út stefnu stjórnvalda og styðja við hið sósíalíska ríki.

Fyrirlesturinn, sem haldinn er á ensku, er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Fyrirlesturinn er haldin í samvinnu RIKK og Sagnfræðistofnunar.

Ritstjórn febrúar 7, 2017 14:48