Fyrirlestur um Rannveigu Þorsteinsdóttur þingmann – U3A

U3A hefur í haust fjallað um  fimm fyrstu konurnar sem sátu á Alþingi, í fyrirlestraröðinni Merkir Íslendingar sem Ásdís Skúladóttir sér um.  Á þriðjudaginn 1. desember er röðin komin að Rannveigu Þorsteinsdóttur f.1904-d.1987.Fyrirlesturinn er  í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31, 105 Reykjavík – Umsjón: Ásdís

Það er Sigrún Magnúsdóttir ráðherra fjallar um Rannveigu.

Rannveig Þorsteinsdóttir fæddist á Sléttu í Mjóafirði. Foreldrar hennar voru: Þorsteinn Sigurðsson sjómaður f. 4. sept. 1870, d. 6. júní 1910, sjómaður þar og Ragnhildur Hansdóttir húsmóðir f. 7. feb. 1877, d. 8. apríl 1967. Rannveig  lauk Samvinnuskólaprófi 1924, stúdentsprófi frá MR 1946, lögfræðiprófi frá  HÍ 1949. Hdl. 1952. Hrl. 1959. Hún vann m.a. sem afgreiðslumaður  á Tímanum 1925 -1933 og bréfritari við Tóbakseinkasöluna 1934 – 1946. Á árunum 1949 til 1974 rak hún málfutningsstofu í Reykjavík og var dómari í Verðlagsdómi Reykjavíkur 1950 – 1974. Hún sat í stjórn Kvenfélagasambands Íslands 1947–1963, formaður frá 1959, var formaður Félags íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélags Íslands 1949–1957, sat í útvarpsráði 1953 –1956 og 1959, var í happdrættisráði Háskóla Íslands 1951–1977, í yfirskattanefnd Reykjavíkur 1957–1963. Einnig var hún varafulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1951–1965 og sat oft þing þess. Hún var þingmaður Reykvíkinga á Alþingi 1949 – 1953 fyrir Framsóknarflokkinn. Var 1. varaforseti efri deildar 1949 -1950 og 2. varaforseti sameinaðs  þings 1950-1953.

Mánudaginn 7. desember kl. 17:15 ræðir svo Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari um

Kristínu L. Sigurðardóttur, húsmóður og alþingismann.

 

Allir velkomnir  Aðgangseyrir kr. 500

Ritstjórn nóvember 27, 2015 18:29