Fyrstu konurnar sem sátu á Alþingi – U3A að hefja vetrarstarfið

Samtökin U3A eru að hefja vetrarstarfið og þar er margt áhugavert á dagskrá.  Ásdís Skúladóttir hefur umsjón með verkefni sem heitir Merkir Íslendingar og ætlar í haust að kynna fimm fyrstu konurnar sem sátu á Alþingi.

Fyrsta konan sem settist á Alþingi var Ingibjörg H. Bjarnason skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík

Þriðjudaginn 22. september  kl. 17:15 verður einmitt fjallað um hana og síðar í haust um þær Guðrúnu Lárusdóttur, Kristínu L. Sigurðardóttur, Katrínu Thoroddsen og Rannveigu Þorsteinsdóttur.

Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur, mun  á þessum fyrsta fundi í vetur um Merka Íslendinga, segja okkur frá lífi og starfi Ingibjargar en hún var fyrsta konan sem settist á þing sjö árum eftir að konur fengu kosningarétt til Alþingis. Eyrún mun fjalla um samfélag og viðhorf þessara tíma og hvers vegna svo mörg ár liðu frá því þessi réttindi féllu konum í skaut þar til að fyrsta konan settist á þing.

Fundurinn er í félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31  105 Reykjavík

Aðgangseyrir kr. 500.-

Allir velkomnir!

Ritstjórn september 17, 2015 10:49