Gæti verið skemmtilegt að gera með barnabörnunum

Ókeypis námskeið í líkanagerð

Listasafn Reykjavíkur býður upp á námskeið í líkanagerð fyrir 9–12 ára börn. Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til líkön og fá innsýn í vinnuferli Katrínar Sigurðardóttir frá hugmynd til listaverks. Námskeiðið er haldið dagana

Mynd: Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Mynd: Berghildur Erla Bernharðsdóttir

26. október 2015 – 9:00 til 12:00

27. október 2015 – 9:00 til 12:00

Námskeiðið er haldið í tengslum við sýninguna Katrín Sigurðardóttur: Horft inní hvítan kassa – skúlptúrar og módel. Á sýningunni eru verk eftir Katrínu sem nýlega hafa bæst í safneign Listasafns Reykjavíkur, auk líkana af verkum sem reist hafa verið á sýningarstöðum víða um heim.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hildur Steinþórsdóttir arkitekt.

Þátttaka er ókeypis og ekki þarf að skrá sig á námskeiðið.

Ritstjórn október 20, 2015 16:07