Gissur Páll á ókeypis tónleikum Íslensku óperunnar

Alla leið til Napolí
Fyrsta Kúnstpása starfsársins verður þriðjudaginn 25.september kl.12.15 í Norðurljósasal Hörpu.

Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson flytja fjölbreytta Napolísöngva eftir valinkunn ítölsk tónskáld.

Þeir Gissur Páll og Árni Heiðar hafa átt farsælt samstarf á tónlistarsviðinu um árabil og er það sérlega ánægjulegt að bjóða þá velkomna á Kúnstpásu.

Hér má nálgast efnisskrá tónleikanna.

Verið hjartanlega velkomin á Kúnstpásu Íslensku óperunnar í Norðurljósum.

 

Enginn aðgangseyrir er á tónleikana!

 

Ritstjórn september 21, 2018 13:48