Glíman mótaði karlmennskuhugmyndir okkar – fyrirlestur U3A

Næsti viðburður á vettvangi U3A verður nú á þriðjudaginn 14. febrúar kl 17:15 í Hæðargarði 31 þegar

Valdimar Tr. Hafstein, prófessor í þjóðfræði flytur erindi sem hann nefnir  Mótun nútímamannsins: Glíman við karlmennskuna á fyrri hluta 20. aldar

Aðgangur kr. 500. Allir velkomnir. munið að skrá þátttöku.

SKRÁ MIG HÉR. 

Í erindinu verður rýnt í gamlar ljósmyndir og kvikmyndir og rætt um innreið nýrrar tegundar karlmennsku með glímuíþróttinni við upphaf 20. aldar. Líkami nýrrar kynslóðar karla mótaðist af áherslu glímunnar á upprétta stöðu með beinu baki og augnaráði sem horfði framan í hvern mann sem jafningja. Þessi líkamsstaða lýsti sjálfstæðum mönnum í nútímasamfélagi með nýfundinni áherslu á frelsi og jafnræði. Glíman innrætti karlmönnum þessi gildi og sviðsetti þau um leið um leið og hún greindi þá frá feðrum sínum og öfum. Þessi nýja karlmennska varð ráðandi fram yfir síðari heimsstyrjöld, þegar nýjar fyrirmyndir mótuðu nýjar kynslóðir drengja sem báru sig öðru vísi og báru um leið með sér samfélagsbyltingu eftirstríðsáranna.

Valdimar Tr. Hafstein er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og forseti evrópsku þjóðfræðisamtakanna. Valdimar lauk doktorsprófi í þjóðfræði frá Kaliforníuháskólanum í Berkeley 2004. Hann hefur kennt við háskóla innanlands og erlendis, hlotið alþjóðlegar viðurkenningar og rannsóknarstyrki og birt fjölda vísindagreina, m.a um menningararf og flökkusagnir.

 

 

 

Ritstjórn febrúar 13, 2017 12:13