Grasagarðurinn í Laugardal

Grasagarðurinn er lifandi safn undir berum himni og í garðinum eru varðveittar um 5000 plöntur í 9 safndeildum. Gestir eru hvattir til að skoða safnkostinn og njóta þeirrar afþreyingar sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Upplýsingabæklinga er að finna í anddyri garðskálans. Plönturnar eru ekki enn farnar að blómstra að ráði, en það er alltaf gaman að ganga um Laugardalinn. Það er líka hægt að setjast niður og fá sér kaffi, í litla kaffihúsinu Kaffi Flóru,  og stutt að fara í húsdýragarðinn með barnabörnin, sem er kjörið þegar veðrið er gott.

Ritstjórn apríl 27, 2018 12:37