Guðný Guðmundsdóttir á Háskólatónleikum

Guðný Guðmundsdóttir leikur á víólu í verkum eftir Áskel Másson á háskólatónleikum í Hátíðasal, Háskóla Íslands  miðvikudaginn 4. mars.

Áskell Másson er meðal okkar merkustu tónskálda. Verk hans, hátt á annað hundrað, eru fjölbreytt: einleiks- og hljómsveitarverk, óperur og óratoríur, sönglög og kórverk. Hann hefur samið fyrir marga heimskunna listamenn. Verkin hafa verið leikin um allan heim og flutt af mörgum af helstu hljómsveitum undir stjórn færustu stjórnenda. Áskell hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir list sína hér heima og erlendis.

Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

 

Ritstjórn mars 3, 2015 13:27