Harmóník: sóley

Sóley Stefánsdóttir vinnur um þessar mundir að nýju verki fyrir harmónikku og rödd sem hún kynnir til sögunnar á tónleikum í Mengi, Óðinsgötu 2, föstudagskvöldið 29. september. ENGLISH BELOW Tónleikarnir verða að hluta til spunnir en verkið er hægt og bítandi að taka á sig heildarmynd. Tónlist og myndefni mynda uppistöðuna í Harmóník, verki í vinnslu sem mun líta dagsins ljós á næsta ári. Sóley mun einnig flytja lög af Krómantík, smáskífu með litlum píanóverkum sem kom út árið 2014. Miðaverð: 2500 krónur og hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 en húsið verður opnað klukkan 20:30.

Ritstjórn september 25, 2017 15:00