Hátíð hafsins í Hörpu – ókeypis skemmtun

Nú um helgina verður Hátíð hafsins fagnað í Hörpu. Skoppa og Skrítla ásamt Maxímús Músíkús kíkja í heimsókn. Miðbæjarkvartettinn flytur dægurlög, Bjarmi Hreinsson leikur lög tengd hafinu á harmonikku og HIMA, Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu heldur opna tónleika í Hörpuhorni. HB Grandi verður með reglulegar bíósýningar og Smurstöðin verður með ljúffenga fiskisúpu á matseðli. 

Dagskrá laugardaginn 10. júní

Ritstjórn júní 8, 2017 13:00