Hátíðardagskrá vegna afmælis dr. Kristjáns Eldjárns á morgun

Hátíðardagskrá vegna afmælis dr. Kristjáns Eldjárns fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands verður haldin í fyrielesrarsal Þjóðminjasafns Íslands á mogun. Þjóðminjasafnið  efnir til hátíðardagskrár á afmælisdegi Kristjáns Eldjárns, sem er á morgun, þriðjudaginn 6. desember 2016 og hefst hún kl. 15. Flutt verða stutt erindi, tónlist og lesin ljóð. Hátíðardagskráin er unnin í samvinnu við fjölskyldu Kristjáns Eldjárns, Félag fornleifafræðinga og Forlagið sem gefur út rit í tilefni aldarafmælisins ásamt Þjóðminjasafni Íslands.

15-15:30

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður býður gesti velkomna.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands flytur ávarp og setur hátíðardagskrá.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi Forseti Íslands flytur ávarp.

15:30-17:00 Erindi flutt

Kynnir er Eva María Jónsdóttir

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, 

Kristjánsstofa. Byggðasafnið Hvoll, Dalvík.

Ármann Guðmundsson 

Vopn til Valhallar. Víkingaaldarsverðin í kumlunum við Þórisá og Hringsdal.

Þór Magnússon 

Árin með Kristjáni Eldjárn.

Þórarinn Eldjárn, Stefán Hallur Stefánsson

Ljóðalestur.

Adolf Friðriksson

Fornleifafræðingurinn Kristján Eldjárn.

Kristín Huld Sigurðardóttir

Um snotrar kirkjur og timbruð hús. Dr. Kristján Eldjárn og húsvernd á Íslandi.

17:00-18:00 Tónlistarflutningur og ljóðalestur við Bogasal á 2 hæð. Veitingar í boði.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Að lokinni dagskrá í Þjóðminjasafni Íslands, stendur Félag fornleifafræðinga fyrir sýningu úr þáttaröðinni Munir og minjar í Bíó Paradís kl. 19. Kristján var einn af stjórnendum þáttanna sem voru á dagskrá hjá RÚV á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Ritstjórn desember 5, 2016 14:55