Heiðra minningu Auðar Laxness í dag klukkan 16:00

Veisla á Gljúfrasteini í dag.

Mánudaginn 30.júlí 2018 eru 100 ár liðin frá fæðingu Auðar Sveinsdóttur Laxness.

Vinir, vinkonur og ættingjar Auðar ætla að koma saman á Gljúfrasteini þennan dag og heiðra minningu hennar.

Veislan verður í garðinum við Gljúfrastein og boðið uppá lifandi tónlistarflutning, kaffi, kleinur, randalín og einnig frásagnir af hugsjónakonunni, húsfreyjunni og listakonunni Auði á Gljúfrasteini.

Veislan hefst kl. 16:00 með ávarpi Guðnýjar Dóru Gestsdóttur, forstöðukonu Gljúfrasteins. Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands ávarpar einnig gesti sem og Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Þá ætlar Halldóra Lena Christians að segja nokkur orð um ömmu sína en hún er yngsta barnabarn Auðar og Halldórs Laxness.

Hljómskálakvintettinn leikur fyrir gesti.

Ritstjórn júlí 30, 2018 12:58