Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini 21. mars kl. 19:30 í Gerðubergi

Borgarbókasafnið | Menningarhúsið Gerðubergi
Miðvikudaginn 21. mars kl. 19:30

Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini eru haldin reglulega og gestur hans að þessu sinni er myndlistarkonan Hildur Björnsdóttir. Í Gerðubergi mun standa yfir ljósmyndasýning Hildar, Fjölþing, og mun Hildur byrja kvöldið með leiðsögn um sýninguna.

Hvernig getum við stuðlað að gagnkvæmri virðingu og skilningi á milli ólíkra menningarheima? Hvernig birtist hamingja og frelsi þar sem fátækt einkennir mannlífið? Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur og Hildur Björnsdóttir myndlistarmaður ræða málin í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi miðvikudaginn 21. mars kl. 20.

Ritstjórn mars 21, 2018 13:33