Helgar konur í kristni – fyrirlestrar Valgerðar Bjarnadóttur

Gyðjusögur Reykjavík hefjast með fyrirlestri 18. janúar, en fleiri fyrirlestrar verða haldnir þegar líður á veturinn, 1-2 í mánuði.

Á þessum fyrsta fyrirlestri fjallar Valgerður H. Bjarnadóttir um helgar konur í kristni.

 

Þegar kristni tók við af heiðni í Rómaveldi, tók Jesú við af ýmsum sólguðum, eins og Míþrasi og Hórusi, og þær María mey og Magðalena tóku við ólíkum hlutverkum gyðjunnar. En í heiðni var óendanlegur fjöldi vætta og goða sem fólk trúði og treysti á, og til að mæta óbreyttri þörf fólks fyrir slík tengsl varð smám saman til hópur dýrlinga, helgra meyja og sveina, sem tóku mörg beint við hlutverkum fyrri goða og vætta, en eiga sér þó sjálfstæðar sögur. Enn þann dag í dag bætast bæði konur og karlar í hóp dýrlinga.

Í þessari Gyðjusögu fjöllum við um nokkrar af áhrifamestu konunum sem komist hafa í tölu dýrlinga, eða komist á skrá sögunnar fyrir helgi sína.

Heilög Helena, f.250, var móðir Konstantíns mikla, Rómarkeisara, sem lögleiddi kristni í Rómaveldi í byrjun 4. aldar. Helena ferðaðist til Landsins helga og kom þaðan með ótal helga dóma og gripi, m.a. fyrstu þekktu Svörtu madonnurnar.

Heilög Klara frá Assísí, f. 1194, var samstarfskona heilags Frans og best þekkt fyrir sýnir sínar og fyrir að stofna fyrstu sjálfstæðu nunnuregluna, Reglu hinna fátæku kvenna.

Marguerite Porete, f. 1255 var brennd fyrir villutrú 1310. Hún var í hópi begúína, en þau lögðu áherslu á beint samband við guðdóminn eða kærleikann, og konur voru jafnréttháar körlum í trúarlegu tilliti. Hún ritaði bókina Spegill einfaldra sálna, sem var brennd og bönnuð en lifði af.

Heilög Teresa af Avíla, f. 1515, var spænskur dulspekingur, guðfræðingur og rithöfundur.

Þessar konur og fleiri fjöllum við um í fyrstu Gyðjusögu ársins.

Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi með MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú

Nánar um staðsetningu í Reykjavík við skráningu

Tími: Mánudagur 18. janúar, kl.19 – 22

Verð kr. 4.000.-

Skráning og nánari upplýsingar á www.vanadis.is eða vanadis@vanadis.is

Fylgstu með á Facebook á www.facebook.com/Vanadisin

Sími: 895 3319

 

Ritstjórn janúar 8, 2016 10:04