Heroine WOD – Listasýning

Hvernig tölum við um konur í hernum og hvernig heiðrum við þær sem falla í stríði? Heroine WOD, sem er tilbúningur listakonunnar Victoriu Cleverby, er kvenkyns útgáfa af CrossFit æfingum sem kallast Hero WOD. Æfingarnar, sem eru undirstaða í CrossFit, eru nefndar eftir körlum sem falla í stríði. Engar æfingar eru gerðar til að minnast þeirra kvenna sem misst hafa lífið í stríði. Markmið sýningarinnar er að bæta úr því og gera áhorfandann meðvitaðan um karllægri samfélagsins. Sýningin er í Norræna húsinu og stendur til 27. febrúar.

Ritstjórn febrúar 10, 2017 14:32