Hittu frönskumælandi fólk og æfðu þig í frönsku – Borgarbókasafn

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Miðvikudaginn 22. mars kl. 17.00

Á þessari dagskrá verður hægt að mæla sér mót við frönskumælandi einstaklinga frá ýmsum heimshornum sem búsettir eru á Íslandi og njóta fræðandi ferðalags um hinn frönskumælandi heim í góðum félagsskap. Samstarf Borgarbókasafnsins við Alliance Française.

“Café Lingua – lifandi tungumál” er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu.  Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála – og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sjá nánar um Café Lingua – Lifandi tungumál…

Café Lingua – lifandi tungumál er á Facebook

Ritstjórn mars 13, 2017 16:16