Hvenær verðum við of gömul til að verða ástfangin? U3A fjallar um efnið 15.maí

Kæru félagar, þá líður brátt að lokum vetrar- og vordagskrárinnar á vettvangi U3A.

Lokahátíð vorsins verður

Þriðjudaginn 15. maí kl 17:15 í Hæðargarði 31

 

Ást á vergangi

 Hvenær verðum við of gömul til að verða ástfangin?

 

Halldóra K. Thoroddsen, rithöfundur

 

fjallar um efnið út frá bókinni sinni Tvöfalt gler og reifar þær hugmyndir sem liggja að baki bókinni. Bókin er ástarsaga eldra fólks en fjallar ekki síður um það hvernig samfélagsskipan okkar stuðlar að einangrun, bæði æsku og elli og rofi milli kynslóða.

Halldóra Kristín Thoroddsen fæddist í Reykjavík árið 1950 og er kennari og myndlistarmaður að mennt. Hún hefur gefið út sjö bækur, þar af fjórar ljóðabækur, örsögusafn, smásagnasafn og nóvelluna ,,Tvöfalt gler“ sem hún mun fjalla um á fundinum og fékk Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir í apríl á síðastliðnu ári. Halldóra hlaut einnig Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðalun kvenna fyrir bókina.

Boðið er upp á kaffi og meðlæti

Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir, en skráning nauðsynleg

 

 

 

 

 

Ritstjórn maí 11, 2018 13:09