Hver vill fara til Indlands með U3A?

Miðvikudag 30. mars kl. 17:00 í Hæðargarði 31 verður fundur um Indlandsferð U3A.

 

Jón Björnsson fjallar um mógúlatímann á Indlandi

GuðrúnGyða Sveinsdóttir kynnir mögulega ferðatilhögun, tíma og verð.

 

Allir eru velkomnir en þarna þurfa þeir nauðsynlega að mæta, sem raunverulega hafa áhuga á Indlandsferð.

Úr þeirra hópi þarf að velja t.d. þriggja manna nefnd, sem halda mun utan um frekari undirbúning,

líkt og gert var varðandi Baskalandsferðina í fyrra. Vonast er til að sjá sem flesta.

 

 

Miðvikudag 30. mars kl. 19:30 einnig í Hæðargarði 31 verður næsti fundur Bókmenntahóps.

 

Þar sem fjöldi félaga í Bókmenntahópnum er takmarkaður þá er þeim sem áhuga hafa á að vera með í hópnum bent á að skrá sig hjá Ásdísi Skúladóttur sem hefur umsjón með og stýrir hópnum á netfang hennar asdisskula@internet.is

 

Áhugasömum er einnig bent á tillögur Ásdísar að bókum til lestrar um páska á vefnum lifdununa.is

https://lifdununa.is/grein/leynilogga-a-birkimel/

 

 

Ritstjórn mars 29, 2016 13:17