Hvernig viljum við að þriðja æviskeiðið verði?

HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ VERÐA ÞEGAR ÉG VERÐ „STÓR“ OG HVERNIG GET ÉG ÞAÐ?

 

BALL VERKEFNIÐ – BE ACTIVE THROUGH LIFELONG LEARNING – VERIÐ VIRK MEÐ ÆVINÁMI

 

Ball verkefnið fjallar um það hvernig má ná virðisauka í upplifun og virkni á árunum eftir fimmtugt, þriðja æviskeiðinu.

Verkefnið er unnið í samstarfi þriggja Evrópulanda, Íslands, Póllands og Spánar og er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Því lýkur í ágúst 2016.

Verkefnið er nú hálfnað og stendur á krossgötum. Rannsóknar og könnunarvinnu er lokið og fyrir dyrum er þróun og hönnun leiðbeininga um bestu leiðir til að undirbúa þriðja æviskeiðið og starfslok með skipulögðum hætti og með góðum fyrirvara.

Á þessum fundi mun U3A teymið, sem unnið hefur að verkefninu, kynna niðurstöður þær sem nú liggja fyrir, annars vegar af kortlagningu og framtíðarsýn og hins vegar viðhorfskönnun um væntingar til þriðja æviskeiðsins. „Við munum ennfremur leggja fyrir ykkur íslensku hugmyndirnar að því hvernig við teljum að best megi standa að því að undirbúa virkt og ánægjulegt þriðja æviskeið. Mikilvægt er að bregðast við breytingum sem óhjákvæmilega verða á seinnihluta ævinnar, skapa tækifæri og nýta þau“ segir Hans Kr. Guðmundsson formaður U3A.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

HVERNIG HÖFUM VIÐ EIGINLEGA UNDIRBÚIÐ OKKUR – Í HVAÐA LJÓSI SJÁUM VIÐ FRAMTÍÐINA?

Helstu niðurstöður kortlagningar og hugarflugs um framtíðina – Hans Kr. Guðmundsson

HVERS VÆNTUM VIÐ OKKUR AF ÞRIÐJA ÆVISKEIÐINU?

Rýnt í svörin við spurningum okkar í viðhorfskönnuninni – Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir

ÍMYNDARSKÖPUN EFRI ÁRANNA OG VIRKJUN HUGANS TIL ÁRANGURS OG ÁNÆGJU

Tillögur um bestu leiðir til að virkja sjálfan sig og þriðja æviskeiðið – Jón Björnsson

VÖRUHÚS TÆKIFÆRANNA

Hugmyndir um leiðir til að velja valkosti tækifæranna –Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir

HVAÐ FINNST YKKUR?

Umræða um niðurstöður og hugmyndir. Veganesti til teymisins frá U3A félögum.

Jón Björnsson stýrir umræðum

 

Gert er ráð fyrir að fundi ljúki um kl 19. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir

Ritstjórn október 16, 2015 16:22