Í langferð með Kríu um heimsins höf

Unnur Jökulsdóttir

Ferðlög, ferðasögur og ferðadagbækur verða viðfangsefni Viðkomu haustið 2017. Að venju er viðkoman haldin fjórða fimmtudag í mánuði kl. 17:30-18:30 og til skiptis í Borgarbókasafninu Kringlunni og Sólheimum.

Fimmtudaginn 28. september kl. 17.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni mun Unnur Jökulsdóttir, rithöfundur,  sýna myndir og segja frá ferðum sínum á skútunni Kríu, sem farnar voru seint á níunda áratug  og í byrjun þess tíunda á öldinni sem leið.  Ferðlögin eru umfjöllunarefni bókanna Kjölfar Kríunnar og Kría siglir um Suðurhöf,  en þær komu út árið 1989 og 1993 og voru feykilega vinsælar.

Dagsetning viðburðar:

Fimmtudagur, 28. september 2017

Staðsetning viðburðar:

Viðburður hefst:

17:30

Viðburður endar:

18:30
Ritstjórn september 27, 2017 11:01