Jack Latham – Mál 214

Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. Breski ljósmyndarinn Jack Latham hefur beint linsunni að fólki og stöðum sem koma við sögu í margvíslegum frásögnum af því hvað varð um þá Guðmund og Geirfinn. Latham varði tíma með eftirlifandi sakborningum, uppljóstrurum, samsæriskenningasmiðum, sérfróðum álitsgjöfum og öðrum sem tengjast málinu. Á sýningunni Mál 214 má segja að ljósmyndir Lathams ásamt efnivið úr upprunalegu lögreglurannsókninni gegni hlutverki bæði raunverulegra og ímyndaðra minninga. Jack Latham hlaut ljósmyndabókaverðlaunin Bar Tur Photobook Award árið 2016. Bók hans, Sugar Paper Theories, hefur að geyma sama efni og sýningin en bókin var gefin út sameiginlega af Here Press og The Photographers’ Gallery. Sýningin er í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagtötu 15. Sýningunni lýkur 14. janúar.

Ritstjórn janúar 11, 2018 14:19