Alþjóðlegi Jazzdagurinn
Fimmtudaginn 30. apríl n.k. verður haldið upp á hinn árlega alþjóðlega dag jazzins en UNESCO útnefndi þennan tiltekna dag sem hinn opinbera dag jazzins árið 2011. Jazztónlist getur í sínum mörgu og fjölbreyttu myndum verið tákn sameiningar fyrir fólk af ólíkum uppruna og frá öllum heimshornum sem hlustendur og/eða virkir þátttakendur. Jazzklúbburinn Múlinn, Jazzhátíð Reykjavíkur og Jazzdeild FÍH ætla af þessu tilefni að standa fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í tónlistarhúsinu Hörpu. Dagskráin hefst kl. 12:00 og stendur með hléum fram á kvöld. Fjölmargir listamenn stíga á stokk og flytja fjölbreytta jazztónlist. Frítt er inn á viðburðina meðan húsrúm leyfir. Sjá nánari útlistun á dagskrá hér fyrir neðan. Frekari upplýsingar um alþjóðalega jazzdaginn á finna á www.jazzday.com.
Smurstöðin
12:00-13:00. Reykjavík Swing Syndicate
Haukur Gröndal, klarinett og saxófónn
Gunnar Hilmarsson, gítar
Leifur Gunnarsson, bassi
Sveiflutónlist millistríðsárana.
Smurstöðin
14:00-15:00. Tríó Ólafs Jónssonar
Ólafur Jónsson, saxófónn
Richard Anderson, bassi
Erik Qvick, trommur
Sígrænir og léttleikandi jazz standardar.
Smurstöðin
16:00-17:00. Chet Baker Tribute
Snorri Sigurðarson, trompet
Ásgeir J. Ásgeirsson, gítar
Gunnar Hrafnsson, bassi
Jazztónlist í anda trompetleikarans Chet Baker.
Björtuloft
21:00-21:50. Múlinn á Múlanum. Eyþór Gunnarsson og Óskar Guðjónsson dúó.
Óskar Guðjónsson, saxófónn
Eyþór Gunnarsson, píanó
Sagt frá Jóni Múla Árnasyni og tónlist eftir hann leikin.
Björtuloft
22:00-23:00.
Óskar Guðjónsson, saxófónn
Eyþór Gunnarsson, píanó
Richard Andersson, bassi
Matthías MD Hemstock, trommur
Leikin verður tónlist Jóns Múla, ýmsir gestir bætast í hópinn.