Jazz í stofunni á Gljúfrasteini á þjóðhátíðardaginn

Ari Bragi Kárason trompetleikari og Eyþór Gunnarsson píanóleikari láta laglínu og spuna leiðast í harmóníu út í óvissuna á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga 17. júní.

Stofutónleikar eru haldnir alla sunnudaga í sumar eða til og með 26.ágúst og hefjast kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2.500 kr. Ókeypis fyrir börn á leikskólaaldri.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni 

Nánari upplýsingar veita Margrét Marteinsdóttir í síma 659 0081 og Valdís Þorkelsdóttir í síma 866 4595

Ritstjórn júní 15, 2018 10:41