Jólafundur U3A haldinn á Grand hóteli

Kæru félagar og áhugafólk um U3A

Síðasti viðburður haustsins  á vettvangi U3A er hinn árlegi jólafundur sem haldinn verður þriðjudaginn 13. September kl. 17:15  í Setrinu á Grand hótel við Sigtún.  Þar stefnum við á að eiga góða og innihaldsríka stund og njóta góðra veitinga saman. Í boði verður kaffi eða heitt súkkulaði og tertusneið Okkur til fróðleiks og ánægju mun

Ásdís Egilsdóttir, prófessor emeritus segja okkur frá Dýrlingum í desember

Allir eru velkomnir en mikilvægt er að skrá þátttöku svo hægt sé að áætla magn veitinga. SKRÁ MIG HÉR. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir félagsmenn en 1600 krónur fyrir aðra og greiðist í peningum við innganginn. Veitingar eru innifaldar.

Hverjir eru svo þessir dýrlingar í desember?

Dýrlingarnir Nikulás, Lúsía og Þorlákur eiga öll messudaga í desember og tengjast því aðventu og jólahaldi. Enginn er þó jólalegri en Nikulás, biskup í Bari á Ítalíu sem varð betur þekktur sem Sankti Kláus, sjálfur jólasveinninn. Við munum forvitnast um það. Lúsía var ung stúlka frá Sikiley sem leið píslarvætti. Hjá frændum okkar Svíum er aðventan óhugsandi án Lúsíu,hvernig ætli standi á því? Þorlákur Þórhallsson var biskup í Skálholti (d. 1193) og fyrsti Íslendingurinn sem vegsamaður var sem heilagur maður. Þorláksmessa, fyrir okkur er það dagurinn fyrir aðfangadag þegar við keppumst við að ljúka öllum undirbúningi fyrir jólin. En hvað annað merkir þessi dagur? Við ætlum að fræðast meira um þetta og hafa ánægju af.

Ásdís Egilsdóttir hefur verið prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknarsvið hennar eru Heilagra manna sögur, þýddar og frumsamdar, og helgikvæði, kynjafræði, einkum karlmennska, og lestur og læsi og minnistækni á miðöldum. Meðal helstu ritverka hennar má nefna útgáfu með fræðilegum inngangi og skýringum á Þorláks sögu helga, Hungurvöku og Páls sögu fyrir Hið íslenzka fornritafélag, 2002. Ásdís lét af störfum við Háskóla Íslands í októberlok. Í tilefni af sjötugsafmæli hennar og starfslokum tóku samstarfsmenn hennar saman ritið Fræðinæmi, með úrvali úr greinum hennar.Hún vinnur nú að bók um íslenskar dýrlingarsögur sem áætlað er að komi út í Islandica Series, Cornell University Press.

 

Ritstjórn desember 8, 2016 15:41