Katrín Thoroddsen – U3A fyrirlestur á þriðjudag

Merkir Íslendingar – Haust 2015  er röð fyrirlestra á vegum Háskóla þriðja æviskeiðsins U3A.  Í haust hefur verið fjallað u fimm fyrstu konurnar sem sátu á Alþingi

Næsti fyrirlestur er um Katrínu Thoroddsen, f. 1896 – d. 1970

Þriðjudaginn 24. nóvember kl. 17:15

Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 í umsjón Ásdísar Skúladóttur

Margrét Sveinbjörnsdóttir, menningarmiðlari, segir okkur frá lífi og starfi  Katrínar Thoroddsen, læknis og alþingismanns.

Það vakti athygli þann 1. janúar árið 1924 þegar kona var í fyrsta sinn í Íslandssögunni skipuð konunglegur embættismaður, þ.e. sett héraðslæknir í Flateyjarhéraði á Breiðafirði.

Þessi ungi læknir sem útskrifaðist sem stúdent árið 1915 frá MR og læknir frá HÍ árið 1921 var svo sannarleg ekki reynslulaus. Katrín hafði verið við framhaldsnám í Kaupmannahöfn og í Bergen í Noregi og kom beint frá Berlín í Þýskalandi til að taka við starfi héraðslæknis í Flateyjarhéraði.

Þetta var Katrín Thoroddsen sem síðar varð þriðja konan sem tók sæti á Alþingi Íslendinga. Hún var landskjörinn þingmaður Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokks frá árinu 1946 til 1949 og árið 1946 var hún kjörin 2. varaforseti sameinaðs þings. Hún var dóttir Skúla Thoroddsen, alþingismanns og Theódóru Thoroddsen skáldkonu.

Þriðjudaginn 1. des. kl. 17:15

fjallar svo Sigrún Magnúsdóttir ráðherra um Rannveigu Þorsteinsdóttur, lögfræðing og alþingismann.

Mánudaginn 7. des. kl. 17:15

ræðir Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari um Kristínu L. Sigurðardóttur, húsmóður og alþingismann.

Allir velkomnir!   Aðgangseyrir kr. 500

 

 

Ritstjórn nóvember 21, 2015 15:21