Kona fer í stríð

Þeir sem ætla að skreppa í bíó um helgina, ættu ekki að láta þessa mynd Benedikts Erlingssonar framhjá sér fara, en hún er sýnd bæði í Háskólabíói og Laugarásbíói. Þeir sem eru með erlenda gesti geta séð hana ásamt þeim, með enskum texta, í Bíó Paradís.

Kona, kórstjóri á fimmtugsaldri, ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg?

Ritstjórn júní 8, 2018 14:36