Konur í nýsköpun – næst á dagskrá hjá U3A

Þriðjudaginn 16. Janúar kl 17:15 í Hæðargarði 31

María Ragnarsdóttir flytur erindi sem hún nefnir Konur í Nýsköpun

Félag kvenna í nýsköpun, ráðstefnur, viðurkenningar, verðlaun og viðfangsefni

Í erindinu mun María fjalla um tengsl sín við nýsköpun. Hún mun segja frá stofnun félagsins, ráðstefnum og samstarfi við evrópsk systurfélög, viðfangsefni, verðlaun, viðurkenningar fjölda kvenna með áherslu á íslenskar konur. Hún mun einnig segja frá eigin frumkvöðlastarfi og þeim tækjum sem hún hefur þróað.

Allir velkomnir. Aðgangseyrir 500 krónur. Vinsamlega skráið þátttöku.

SKRÁ MIG HÉR

María Ragnarsdóttir er varaformaður U3A Reykjavík. Hún hefur doktorsgráðu í sjúkraþjálfun frá Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Hún var ein af þremur upphafsmönnum námsbrautar í sjúkraþjálfun í HÍ, lektor og formaður námsbrautarinnar um tíma. María starfaði einnig á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og var fyrsti sjúkraþjálfarinn sem ráðinn var rannsóknasjúkraþjálfari. Þá hefur María unnið að nýsköpun með þróun tveggja mælitækja fyrir sjúkraþjálfun sem hafa bæði unnið til uppfinningaverðlauna. Hún er heiðursfélagi í Félagi sjúkraþjálfara og stofnfélagi í KVENN, félagi kvenna í nýsköpun

 

Ritstjórn janúar 11, 2018 14:09