Kvikmyndasýningar í THE CINEMA – gömlu höfninni í Reykjavík

 The Cinema er staðsett á einstaklega hlýlegu lofti í einum af blágrænu verbúðunum við gömlu höfnina í Reykjavik. Þar er sýnd mynd sem útskýrir og sýnir norðurljósin – CHASING THE NORTHERN LIGHTS, mynd frá gosinu 2010 – EYJAFJALLAJÖKULL – THE ERUPTION! og mynd sem útskýrir hvernig Ísland varð til og er sífellt í mótun: BIRTH OF AN ISLAND – THE MAKING OF ICELAND. Loks stutt mynd um gosið í HOLUHRAUNI 2014-2015. Fastir sýningartímar eru kl.17:00, 17:30 og 18:00. Þessar og fleiri myndir er hægt að sýna utan auglýsts sýningartíma – svo framarlega sem bíóið er opið. Einnig er lítið en áhugavert steinasafn á staðnum, með helstu skýringum á eldvirkni og jarðfræði Íslands.

Ritstjórn febrúar 17, 2017 12:22