Kynningarfundur hjá U3A í dag

Samtökin U3A, eða Háskóli þriðja æviskeiðsins, heldur félagsfund í dag  15. september í Hæðargarði 31, kl.  17:15 – 19.

Dagskrá verður með eftirfarandi hætti:

  • Stutt kynning á starfi og verkefnum sem framundan eru.
  • Guðmundur Andri Thorsson syngur og spjallar
  • Kaffi og kleinur
  • Hugarflug um stefnu og starf framundan

Verið öll hjartanlega velkomin og notið tækifærið til að spjalla, hafa áhrif á starfið og viðra góðar hugmyndir.

Þátttökulistar munu liggja frammi fyrir ykkur sem hafið áhuga á að taka þátt í þeim námskeiðum sem kynnt verða og þess krefjast.

 

Ritstjórn september 15, 2015 11:38