Langar þig að heimsækja Alþingi? U3A skipuleggur

Nú er komið að annarri heimsókn vorsins á vettvangi U3A :

U3A heimsækir Alþingi

fimmtudaginn 15. mars kl 15:30

U3A sækir Alþingi heim. Tekið verður á móti hópnum við aðalinngang í Alþingishúsinu, skálann sem er viðbygging vestan megin við Alþingishúsið. Athugið að Alþingi getur aðeins tekið á móti 25 manns, svo fyrstur kemur, fyrstur fær. Enginn aðgangseyrir. Nauðsynlegt að skrá sig til að komast með.

 SKRÁ MIG HÉR.

Skoðunarferðin tekur 30–40 mínútur. Athugið að allir sem fara í skoðunarferð um Alþingishúsið þurfa að fara úr yfirhöfnum í anddyrinu, taka af sér höfuðföt og skilja eftir töskur, síma og myndavélar meðan gengið er um húsið. Forsvarsmaður hópsins má þó vera með myndavél, eða síma með myndavél, og taka myndir meðan farið er um húsið.

Ritstjórn mars 12, 2018 15:03