Leiðsögumenn í Hönnunarsafni

Leiðsögumenn úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar segja frá völdum gripum á sýningunni Geymilegir hlutir. Nemendur úr FG taka að sér hlutverk leiðsögumanna og leiða gesti á milli gripa sem þau hafa valið að fjalla um á sýningunni “Geymilegir hlutir”. “Geymilegir hlutir” eru úrvalsmunir sem safnið varðveitir af ýmsum ástæðum. Á þeim tíma frá því að Hönnunarsafn Íslands var stofnað, árið 1998, hefur safneignin styrkst og umsvif starfseminnar aukist. Nýir gripir sem koma í safnið á hverju ári leggja grunn að efni til rannsókna og þeir eru í sjálfu sér vitnisburður á hverjum tíma um það sem sérfræðingar álíta æskilegt að séu varðveittir í safni. Gildi þeirra hluta sem koma til safnsins breytist, merking getur orðið önnur – og jafnvel meiri.  Leiðsögnin verður þann 3. febrúar frá klukkan 19.30 til klukkan 23.00. Hönnunarsafnið er til húsa að Garðatorgi 1, Garðabæ.

Ritstjórn janúar 30, 2017 14:59