Leikið og lofað í garðinum heima – sýning Kristínar Þorkelsdóttur í Hannesarholti

Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona sýnir akvarellur málaðar frá 2012 til 2016.  Sýningin verður á veggjum Hannesarholts til 10. des. 2016.

Kristín á að baki glæsilegan feril sem grafískur hönnuður og myndlistarmaður. Hún hefur í gegnum árin fengið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, nú síðast þegar hún var valin heiðurslistamaður Kópavogsbæjar 2016 fyrir ævistarf sitt.

Akvarellurnar sem nú verða sýndar eru málaðar í bataferli eftir blóðtappa og lömun sem Kristín varð fyrir í júní 2012. Í bataferlinu málaði hún úti í garði flesta daga þegar veður leyfði. Myndirnar eru til sölu.

kristinthorkels_01
Ritstjórn nóvember 23, 2016 12:44