Listin að lifa saman – fyrirlestur um samskipti við innflytjendur og flóttafólk

 


Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:15

Anna Lára Steindal

Fjölmenning – Listin að lifa saman

 

Anna Lára Steindal er heimspekingur og fyrirlesari sem trúir á mátt samræðunnar og mikilvægi þess að deila hugmyndum okkar og sögum af fólki sem lifir til að skilja okkur sjálf og heiminn betur. Hún hefur um árabil starfað með innflytjendum, flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi og víðar.Anna Lára starfaði áður sem verkefnisstjóri mannréttindamála hjá Akraneskaupstað en hefur verið verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands í mörg ár.

Hún kallar fyrirlestur sinn „Listina að lifa saman“ – að finna punktinn í íslenskri tilveru þar sem alls konar og ólíkir einstaklingar hefja samstarf og einlæga samræðu um hvernig við getum öll búið í sem mestri sátt og borið virðingu hvert fyrir öðru.

Staður og stund: Hæðargarður 31, 28. febrúar kl. 17:15 – 18:30.

Aðgangur kr. 500, allir velkomnir en skráning er nauðsynleg. SKRÁ MIG HÉR

 

Ritstjórn febrúar 24, 2017 13:52