Ljóðrænt litróf magnaðra meistara

Klassík í Vatnsmýrinni 2015 í Norræna húsinu

1. apríl 2015 kl. 20:00
LJÓÐRÆNT LITRÓF MAGNAÐRA MEISTARA
Sólrún Bragadóttir, sópran
Gerrit Schuil, píanó
Miðvikudaginn 1. apríl kl. 20 verða fyrstu tónleikarnir á sjöunda starfsári tónleikaraðarinnar Klassík í Vatnsmýrinni. Starfsárið hefst með því að Sólrún Bragadóttir, sópransöngkona og Gerrit Schuil, píanóleikari munu leiða okkur um ljóðrænar lendur við tónlist tveggja síðrómantískra meistara, Jean Sibelius og Richard Strauss. Á efnisskránni er m.a. ljóðaflokkur op. 90 eftir Sibelius.
Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 kr en 1000 kr fyrir eldri borgara, öryrkja og félagsmenn FÍT – klassískrar deildar FÍH.
Ritstjórn mars 23, 2015 12:38