Ljósmyndanámskeið að hefjast hjá Félgi eldri borgara í Reykjavík

Ljósmyndanámskeið verður haldið hjá Félagi eldri borgara í þessum mánuði.  Aðalleiðbeinandi er Björn Magnússon sem svo margir þekkja af góðu frá spjaldtölvunámskeiðunum, en auk hans leiðbeina ljósmyndararnir Rut og Spessi.  Farið verður í gönguferðir um nágrennið til að taka myndir, mönnum verður einnig  kennt að taka portrett myndir og  vinna síðan myndirnar í tölvu. – Skráning í síma 588 2111 eða feb@feb.is – Öllum opið

 

Ritstjórn febrúar 9, 2015 15:57