Ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafni

Steinholt – saga af uppruna nafna Steinholt – saga af uppruna nafna fjallar um minningu staðar. Christopher Taylor dvaldi á Þórshöfn og ferðaðist um svæðið þar í kring til að gera umhverfinu skil og greina frá minningum sem tengjast Steinholti. Á árinu 2017 kom út bókin Steinholt með ljósmyndum Christophers. Í bókina rita Monica Dematté og Christopher sjálfur. Grímsey – Cole Barash Frá sinni fyrstu heimsókn í Grímsey hefur bandaríski ljósmyndarinn Cole Barash verið heillaður af samfélaginu þar. Með ljósmyndum sínum fangar Cole persónuleg augnablik í lífi íbúanna og skrásetur viðbrögð við birtu og landslagi. Árið 2015 kom út samnefnd ljósmyndabók. Sýningin er í Þjóðminjasafni.

Ritstjórn febrúar 10, 2017 14:36