Maðurinn og sveitunginn Halldór Laxness

Næsta þriðjudagserindi U3A verður 7.nóvember kl 17:15 í Hæðargarði 31. Þar mun Birgir D. Sveinsson kennari og fyrrum skólastjóri í Mosfellsbæ flytja erindi um Manninn og sveitungann Halldór Laxness.

Það stefnir í áhugaverðan viðburð þegar Birgir segir frá kynnum sínum af Halldóri Laxness og hvernig hann var sem sveitungi.  Birgir þekkti vel skáldið og hefur jafnframt tekið viðtöl við þá sveitunga sem voru í mestum samskiptum við hann og fjölskylduna. Í framhaldi þá heimsækjum við svo Gljúfrastein á fimmtudaginn

Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 17:15-18:30. Allir velkomnir, en nauðsynlegt er að skrá sig. SKRÁ MIG HÉR. Aðgangur er kr. 500 og greiðist í reiðufé við innganginn.

Og í framhaldi fimmtudaginn 9. nóvember er svo skipulögð

Heimsókn á Gljúfrastein

Gert er ráð fyrir að rúta fari frá Hæðargarði 31.  Eins er hægt að fara á eigin bíl og slást í hópinn á Gljúfrasteini. Boðið er upp á stutta skoðunarferð að safnheimsókn lokinni. Kostnaður fyrir rútuferð og aðgang að safninu er kr. 1000 fyrir félagsmenn og kr. 1700 fyrir aðra. Greiðist í reiðufé við brottför Á leiðinni í bæinn er kaffistopp í Mosfellsbakaríi þar sem hver greiðir fyrir sig.

Nauðsynlegt að skrá sig sem fyrst þannig að hægt sé að meta fjöldann í rútuna

SKRÁ MIG HÉR

Ferðaáætlun er svona:

Brottför frá Hæðargarði               kl. 14:30
Komið á Gljúfrastein                    kl. 15:00
Að Hæðargarði                            kl. 17:30

 

Ritstjórn nóvember 2, 2017 12:35