Málstofa um dóm MDE vegna skipunar dómara við Landsrétt

Lagastofnun Háskóla Íslands efnir til málstofu miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 12:00 í Lögbergi, Háskóla Íslands, stofu L-101, í tilefni af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars.

Í dóminum var komist að þeirri niðurstöðu að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki samræmst kröfum 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um að skipan dómstóls skuli ákveðin með lögum. Á málstofunni munu framsögumenn ræða efni dómsins og eftirmála hans hér á landi. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Ritstjórn mars 15, 2019 11:55