„Margar myndir ömmu“ fyrirlestraröð í Þjóðminjasafni á föstudögum

Súsanna Margrét Gestsdóttir aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands heldur fyrirlestur um ömmu sína og nöfnu,  í Þjóðminjasafninu í hádeginu, föstudaginn 13.febrúar. Hann nefnist „Það var sól þann dag“.  RIKK, sem er Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við HÍ,  stendur fyrir þessum fyrirlestri, en hann er hluti af fyrirlestraröð núna á vormisseri, þar sem ýmsir fræðimenn ræða um ömmur sínar. Fyrirlestrarnir eru vikulega og eru í tilefni af því að 100 ár eru á þessu árin liðin frá því íslenskar konur fengu kosningarétt.   Á föstudaginn var fjallaði Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og framkvæmdastýra Jafnréttisstofu um ömmu sína.

Ritstjórn febrúar 9, 2015 15:35