María – meyjan og móðirin. Gyðjusögur Valgerðar

Gyðjusögur 18. nóvember 2015

María – meyjan og móðirin

Valgerður H. Bjarnadóttir

Maríurnar, mey og Magdalena, eru arftakar Gyðjunnar í kristni. Það sama má segja um ýmsa dýrlinga, eins og Bríeti á Írlandi, Teresu, Úrsúlu, Klöru o.fl. María móðir Jesú, María mey, er þó án efa sú þeirra sem er dýrkuð af flestum og sett á “stall” með syni sínum og “barnsföður”. Innan rómversk kaþólsku kirkjunnar og rétttrúnaðarkirkjunnar hefur hún víða sess himnadrottningar og situr skv. kenningunni við hlið sonar síns í guðs ríki, þótt veldi hennar hafi á ýmsum tímum verið ógnað, jafnvel innan kaþólsku kirkjunnar, en þó sérstaklega meðal mótmælenda, s.s. í Lúterstrúnni okkar.

En myndin sem dregin hefur verið upp af Maríu er annars vegar þröng, það er lítið sem almenningur veit um hana, og hins vegar hefur hún verið skilgreind sem auðmjúk, undirgefin og fórnandi af kirkju sem sá hag sinn í því að draga upp þannig fyrirmynd fyrir konur.

Á síðari árum hafa fræðikonur heimsins, og karlar, rannsakað sögu þessarar konu eða kvenpersónu, m.a. í gegnum þau rit sem ekki fengu náð fyrir augum þeirra sem völdu efni í Biblíuna, þau rit sem kirkjan hefur afneitað og skilgreint sum sem falsguðspjöll. Í sumum fornum textum, m.a. þeim sem komið hafa upp á yfirborðið á síðustu tveimur öldum, má finna mun ítarlegri og margþættari mynd af Maríu móður Jesú.

Þessa mynd skoðum við í Gyðjusögu kvöldsins, ræðum erindi Maríu við konur í dag og finnum leiðir til að tengjast þessari konu og gyðju sem hefur gegnt hlutverki hinnar helgu móður fyrir okkar menningarheim hátt í tvö þúsund ár.

Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi með MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú

Gyðjusögurnar eru frá kl.19 – 22 í Reykjavík (nánari staðsetning við skráningu)

Hvert kvöld er sjálfstætt örnámskeið. Verð kr. 4.000.-

Skráning og nánari upplýsingar á www.vanadis.is

eða vanadis@vanadis.is

Fylgstu með á Facebook á www.facebook.com/Vanadisin

Sími: 895 3319

 

Ritstjórn nóvember 13, 2015 10:17