Merkir Íslendingar – gönguferð með leiðsögn á laugardaginn

Merkir íslendingar

Félagið U3A – Reykjavík stendur fyrir síðdegisferð laugardaginn 14.mars, sem hefst við Menntaskólann í Reykjavík kl.13.30 og endar í Hannesarholti.

Þessi ferð er farin í tilefni af fyrirlestrum um feðgana Sveinbjörn Egilsson og Benedikt Gröndal sem Guðrún Egilson hefur flutt í Hæðargarði. Heimsóknin hefst í Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem tekið verður á móti hópnum af hálfu skólans. Síðan verður farið í örstutta gönguferð að húsi Benedikts Gröndal  í Þingholtsstræti. Ferðin endar í Hannesarholti með  með ördagsskrá um Benedikt Gröndal yfir  kaffi og Hnallþórusneið með miklum rjóma.
Fararstjórar eru Ásdís Skúladóttir og Guðrún Egilsson. Upplýsingar og skráning hjá Ásdísi Skúladóttur í síma 666-7810 eða asdisskula@internet.is

 

 

 

Ritstjórn mars 12, 2015 15:32