Myndasögusýningin Gombri

 Elín Edda opnar myndasögusýningu um Gombra í myndasögudeild Borgarbókasafnsins í Grófinni, Tryggvagötu 15, föstudaginn 6. janúar kl. 16.

Gombri er aðalsöguhetja myndasögunnar Gombra sem kom út 1. apríl 2016. Sagan fjallar um Gombra sem er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann og ákveður því að yfirgefa heimili sitt, Garðinn. Hann leggur af stað í langt ferðalag — staðráðinn í að snúa ekki aftur.

Ritstjórn janúar 2, 2017 14:09