Myndin um Björn Borg komin í Bíó Paradís

Borg vs McEnroe

Sverrir Guðnasson sem búsettur hefur verið í Svíþjóð um árabil leikur hér aðalhlutverkið um tennis- goðsögnina Björn Borg, en í myndinni fylgjum við honum eftir í einvígi þeirra um Wimbledon titilinn árið 1980. Stellan Skarsgård er áhorfendum ekki ókunnur, en hann leikur þjálfara Borg í myndinni.

Myndin var opnunarmynd nýliðinnar kvikmyndahátíðarinnar í Toronto nú í haust 2017.

  • Tegund: ævisaga, Drama, íþróttir
  • Leikstjóri: Janus Metz
  • Handritshöfundur: Ronnie Sandahl
  • Ár: 2017
  • Lengd: 107 mín
  • Land: Svíþjóð
  • Frumsýnd: 20. Október 2017
  • Tungumál: Enska og önnur tungumál með íslenskum texta
  • Aðalhlutverk: Stellan Skarsgård, Sverrir Guðnasson, Shia LaBeouf, Tuva Novotny
Ritstjórn október 25, 2017 17:06