Námskeið um Indland og loftslagsbreytingar á vegum U3A

Dagskrá U3A, eða Háskóla þriðja æviskeiðsins er að hefjast eftir áramótin og hérna fyrir neðan er má sjá dagskrána næstu vikur. Aðgangur að öllum viðburðum er 500 krónur.

12. jan.    Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands:
Loftslagsbreytingar og hafið

14.  jan   Tónlistarsafn Íslands, Kópavogi, býður í heimsókn

19. jan.   Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands:
Íslensk tónlist í 900 ár

26. jan.   Páll Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands:
Eldstöðin Ísland

  2. feb.   Ríkharð Brynjólfsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands:
Á hverju lifum við?

Auk þessara viðburða mun fyrrihlutanámið í húnvetnskum fræðum halda áfram og námskeið um Indland mun hefjast á fyrstu mánuðum ársins. Erindin tvö um merka Íslendinga, fyrstu þingkonurnar, sem féllu niður vegna veðurs, munu verða á dagskrá í febrúar.  Allir þessir viðburðir verða kynntir nánar þegar nær dregur.

Ritstjórn janúar 8, 2016 10:14